Norður-Kórea ósátt við heræfingu

Kim Jong Il, leiðtogi N-Kóreu, t.v., skoðar akur þar sem …
Kim Jong Il, leiðtogi N-Kóreu, t.v., skoðar akur þar sem herinn ræktar hrísgrjón. AP

Hinar skipulögðu sjóheræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna eru ógn við heimsfriði og yfirlýsing landanna er „óvinveitt“ stefna gegn Pyonyang segir Ri Tong Il, talsmaður Norður-Kóreu.

„Slíkar þreifingar eru ekki einungis mikil ógn við frið og öryggi á Kóreuskaganum heldur heimfriði og öryggi,“ sagði Ri Tong Il á öryggisfundi í Hanoi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert