Eilífðarvélin lent

Zephyr hefði getað verið lengur í loftinu.
Zephyr hefði getað verið lengur í loftinu.

Hin ómannaða og sólarorkuknúna flugvél Zephyr er lent eftir að hafa svifið í hálfan mánuð samfleytt í háloftunum. Aðstandendur tilraunarinnar töldu ekki ástæðu til að halda vélinni lengur í loftinu en hún hafði þegar slegið metið fyrir flugþol ómannaðrar flugvélar.

Zephyr sveimaði yfir svæði í kringum herflugvöll í Arizona en hún tók á loft föstudaginn 9. júlí klukkan 06.40 að staðartíma.

Hún sló metið 31 klukkustund síðar yfir flugþol ómannaðs flugfars.

Zephyr sveimaði í 60.000 fetum fyrir ofan skýjahuluna og fékk því nægt sólarljós til að knýja hreyflana tvo með litínjónarafhlöðum. Vænghafið er 22,5 metrar og yfirborðsflötur sólarrafhlaðanna því stór.

Vélin þykir hafa sannað gildi sitt svo um munar og hefur breska útvarpið, BBC, eftir Jon Saltmarsh, einum aðstandenda verkefnisins, að ekki sé lengur litið á hana sem tilraunaflugvél.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert