Fjögurra metra löng Tígerpýton-slanga fannst í bænum Jerslev á Jótlandi nú í vikunni.
Slangan var fjörtíu kíló að þyngd en hún hafði skriðið á milli garða bæjarins og étið stórar rottur og ketti.
Slöngutemjarinn Peter Løve Mark sagði í samtali við danska vefritið Nordjyske.dk að hann hafi sótt slönguna á fimmtudagskvöld.
Peter segir slöngunar geta sporðrennt allt að fimm kílóa dýrum í heilu lagi. Slangan var það stór að hún leit ekki við músum..