Tugir skipa í Mexíkóflóa hafa fengið þau fyrirmæli að yfirgefa svæðið þar sem olíulekinn mikli átti sér stað. Ríkisstjórn Bandaríkjanna veitti fyrirmælin í ljósi þess að fellibylurinn Bonnie gengur nú yfir svæðið.
Thad Allen, yfirmaður aðgerða við olíuborholuna, segir að lokið á holunni eigi að halda á meðan skipin yfirgefa flóann. Lokinu var komið fyrir á holunni til að reyna að stöðva lekann en enn vætlar olía í sjóinn. Ætlað er að ekki megi bora, í því skyni að leiða olíuna upp um aðra holu, næstu tvær vikurnar.
Bonnie er næst mesti stormur Atlantshafsins árið 2010 en vindhraðinn í bylnum er mikill. Veðurfræðingar telja storminn færast að borholu svæðinu á morgun.