Norður Kórea hefur stigið á stokk og strengt þess heit að veita „áþreifanleg viðbrögð“ við tilmælum Bandaríkjanna.
„Við munum veita áþreifanleg viðbrögð við þessum skrefum sem bandaríski herinn leggur til. Þetta er ekki 19. öldin þar sem herbáta-diplómatar ráða ríkjum,“ sagði Ri Tong Il, talsmaður Norður Kóreu, og vitnaði til þeirrar stefnu í alþjóðastjórnmálum þar sem sterk lönd hóta stríði til að fá vilja sínum í utanríkismálum framgengt.
Hann kvað Pyongyang „fordæma harðlega“ hin nýju tilmæli Bandaríkja og Suður-Kóreu.
Þann 21. júlí veittu Bandaríkin, ásamt Suður-Kóreu, Norður Kóreu viðvörun um „alvarlegar afleiðingar“ þess að sýna árásargirni og hvöttu kommúníska ríkið til að játa að hafa staðið fyrir árás á Suður-Kóreskt herskip.