Fimmtán tróðust undir á tónlistarhátíð

Fimmtán manns eru látnir eftir mikinn átroðning í fjölmennri samkomu á götum Duisburg í Þýskalandi í dag og 100 særðir, þar af nokkrir lífshættulega. Talið er að rúm milljón manns hafi tekið þátt í svonefndri ástargöngu, Love Parade, sem er árleg hátíð unnenda rafrænnar tónlistar í Evrópu.

Svo virðist sem fjölmargir hafi troðist undir í mannþrönginni er lögregla reyndi að takmarka aðgang fólks að hátíðinni við eina götuna. Mikil örvænting greip um sig meðal fólksins og áttu sjúkraflutningamenn í erfiðleikum með að komast á vettvang. Ekki þótti rétt að grípa til þess ráðs að biðja fólk að rýma svæðið, af ótta við frekari slys. Samkvæmt frétt BBC hélt gangan áfram, eins og ekkert hefði í skorist, enda gríðarlegur mannfjöldi á svæðinu.

Tónlistarhátíðin var til ársins 2006 haldin á götum Berlínar en hefur síðan þá flust á milli borga í Þýskalandi. Margir af þekktustu skífuþeyturum Þýskalands áttu að koma fram í Duisburg í dag en gestir eru hvaðan æva að úr heiminum, þó flestir frá Þýskalandi og nágrannaríkjum.

Sjúkraflutningafólk hlúir að slösuðum á Love Parade í Duisburg í …
Sjúkraflutningafólk hlúir að slösuðum á Love Parade í Duisburg í dag. Reuters
Hlúð að slösuðum á Love Parade í Duisburg í dag.
Hlúð að slösuðum á Love Parade í Duisburg í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert