Fjögurra daga sameiginleg heræfing Bandaríkjanna og S-Kóreu hófst á Japanshafi í dag, þrátt fyrir hótanir Norður-Kóreu um kjarnorkuvopnastríð. Um átta þúsund hermenn taka þátt í æfingunni, 20 herskip og 200 flugvélar.
Æfingin hefur fengið hafnið „Ósigrandi andi“. Haft er eftir fréttamanni BBC, John Sudworth, sem er um borð í einu herskipanna, að gríðarlegu umfangi æfingarinnar sé greinilega ætlað að sýna styrk og samstöðu þjóðanna tveggja og ögra stjórnvöldum í N-Kóreu. Vaxandi spennu hefur gætt í samskiptum ríkjanna á Kóreuskaganum, eða allt síðan í mars þegar N-Kórea eru taldir hafa sökkt einu herskipi granna sinna.
Kínverjar hafa haft miklar áhyggjur af þessari spennu og hvatt ríkin til að komast að samkomulagi. Þeir hafa heldur ekki verið sáttir við þessa heræfingu og m.a. mótmæla frá Kína var æfingin færð frá Gulahafi yfir á Japanshaf.