Kastró ekki dauður úr öllum æðum

Fidel Kastró, fyrrum leiðtogi Kúbu, kom í gær fram í fyrsta sinn opinberlega utan Havana síðan hann afsalaði sér völdum í landinu til bróður síns, Raul, árið 2006. Kom hinn 83 ára gamli Kastró fram í sjónvarpi á minningarhátíð kúbanskra byltingarsinna og virtist í góðu formi. Er hann hætti sem forseti gekkst hann undir mikla skurðaðgerð og var um tíma heilsuveill.

Eftir að Kastró hætti sem leiðtogi þjóðarinnar hefur lítið farið fyrir honum á opinberum vettvangi.  Hann hefur þó bætt úr því að undanförnu og telja fréttaskýrendur það merki um að hann vildi sýna mátt sinn og megin í ákvarðanatökum og mótun landsins, en Kastró er einn formaður Kommúnistaflokksins á Kúbu. Hann hefur einnig reglulega ritað pistla í dagblöð þar í landi.

Fidel Kastró leit vel út er hann kom fram á …
Fidel Kastró leit vel út er hann kom fram á hátíðinni í gær. Reuters
Kastró ræðir við kúpanska blaðakonu.
Kastró ræðir við kúpanska blaðakonu. HO
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert