35 ár fyrir glæpi gegn mannkyni

Fyrrum yfirmaður fangelsismála í stjórnartíð Rauðu Khneranna í Kambódíu hefur verið dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir glæpi gegn mannkyni. Þetta er fyrsti dómurinn sem felldur er vegna glæpa Khneranna gegn íbúum landsins.

Duch, sem er 67 ára gamall, játaði að hafa haft yfirumsjón með pyndingum á þúsundum manna, kvenna og barna í Tuol Sleng fangelsinu. Hann bað um fyrirgefningu við réttarhöldin.

Saksóknari hafði farið fram á 40 ára fangelsi yfir Duch. Hann mun hins vegar ekki sitja í fangelsi í 35 ár þó að dómurinn hljóði upp á svo langt fangelsi. Dómari dró fimm ár frá vegna þess að Duch hefði verið haldið í varðhaldi með ólöglegum hætti. Eins koma 11 ár til frádráttar þar sem Duch hefur setið sl. 11 ár í fangelsi.
Duch var yfirmaður fangelsismála í tíð Rauðu Khneranna.
Duch var yfirmaður fangelsismála í tíð Rauðu Khneranna. HO
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert