Tugir óbreyttra borgara féllu í eldflaugaárás

Bandarískir hermenn í Afganistan.
Bandarískir hermenn í Afganistan. Reuters

Allt að 45 óbreyttir borgarar létu lífið þegar eldflaugum var skotið á þorp í Helmandhéraði í suðurhluta Afganistans  um helgina. Ekki er ljóst hverjir gerðu árásina en verið er að rannsaka málið. 

Waheed Omar, talsmaður Hamids Karzais, forseta Afganistans, sagði að eldflaug hefði verið skotið og hún lent á húsi þar sem margir höfðu leitað skjóls.

Þegar Omar var spurður hvort hermenn NATO hefðu skotið eldflauginni svaraði hann: „Við þurfum að bíða eftir lokaskýrslunni."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert