Tugir óbreyttra borgara féllu í eldflaugaárás

Bandarískir hermenn í Afganistan.
Bandarískir hermenn í Afganistan. Reuters

Allt að 45 óbreytt­ir borg­ar­ar létu lífið þegar eld­flaug­um var skotið á þorp í Helm­andhéraði í suður­hluta Af­gan­ist­ans  um helg­ina. Ekki er ljóst hverj­ir gerðu árás­ina en verið er að rann­saka málið. 

Waheed Omar, talsmaður Hamids Karza­is, for­seta Af­gan­ist­ans, sagði að eld­flaug hefði verið skotið og hún lent á húsi þar sem marg­ir höfðu leitað skjóls.

Þegar Omar var spurður hvort her­menn NATO hefðu skotið eld­flaug­inni svaraði hann: „Við þurf­um að bíða eft­ir loka­skýrsl­unni."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert