Taki margar vikur að meta áhrif leyniskjalanna

Bandaríski fáninn fyrir framan bandaríska herstöð í Arghandab dalnum, sem …
Bandaríski fáninn fyrir framan bandaríska herstöð í Arghandab dalnum, sem er norður af Kandahar. Reuters

Bandaríkjaher segir að það geti tekið margar vikur að meta áhrifin af birtingu um 90.000 leyniskjala hersins um stríðsreksturinn í Afganistan. Í skjölunum, sem voru birt á vef Wikileaks, eru upplýsingar sem hafa ekki birst áður um mannfall í röðum saklausra borgara.

Meðal þess sem kemur fram er að NATO hafi áhyggjur af því að pakistanska leyniþjónustan hafi veitt talibönum aðstoð. Pakistönsk stjórnvöld neita þessu.

Talsmaður Hvíta hússins hefur fordæmt birtingu skjalanna, sem kallast Stríðsdagbók Afganistans. Lekinn ógni mögulega þjóðaröryggi Bandaríkjanna.

Í skjölunum eru upplýsingar sem hermenn og leyniþjónustumenn hafa safnað saman á vígvellinum frá árunum 2004 til 2009.

Robert Gibbs, talsmaður Hvíta hússins, ræddi við blaðamenn um áhrif …
Robert Gibbs, talsmaður Hvíta hússins, ræddi við blaðamenn um áhrif birtinu leyniskjalanna í gær. Reuters
Bandarískur hermaður á vígvellinum í Arghandab dalnum.
Bandarískur hermaður á vígvellinum í Arghandab dalnum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka