SÞ: hreint vatn mannréttindi

Konur í Tamil Nadu á Indlandi drekka vatn sem alþjþóðlegar …
Konur í Tamil Nadu á Indlandi drekka vatn sem alþjþóðlegar hjálparstofnanir hafa sent þangað. Það telst nú formlega til mannréttinda að hafa aðgang að hreinu vatni. AP

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna viðurkenndi í dag að réttur manna til aðgangs að hreinu vatni og almenns hreinlætis skyldi teljast til mannréttinda.Það hefur tekið þingið 15 ár að komast að þessari niðurstöðu en 122 ríki greiddu atkvæði með og 41 ríki sat hjá.

Í samþykktinni segir: "lýsa yfir réttinum til aðgangs að öruggu og hreinu vatni og hreinlæti sem nauðsynlegum mannréttindum til að geta nýtt sér réttinn til lífs til fulls.“

Samþykktin harmar þá staðreynd að 844 milljónir manna hafa ekki aðgang að öruggu drykkjarvatni og að yfir 2,6 milljarðar manna geta ekki notið grundvallar hreinlætis. Tekið er fram að árlega láti yfir tvær milljónir manna lífið veagna skorts á hreinu drykkjarvatni og hreinlæti.

Þá er minnt á það fyrirheit sem helstu leiðtogar heims gáfu árið 2000 um að árið 2015 hefði hlutfall þeirra sem ekki hefði aðgang að vatni eða hreinlæti minnkað um helming.

Í samþykktinni eru ríki og stofnanir heimsins hvött til að veita fjárhagslega og tæknilega aðstoð til að auðvelda þróunarlöndum að gera öllum kleift að fá aðgang að hreinu, og aðgengilegu vatni á viðráðanlegu verði sem og að grundvallar hreinlæti sé tryggt.

Frá Allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna.
Frá Allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna. MIKE SEGAR
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka