Fidel Kastró, fyrrverandi forseti Kúbu, vinnur að því að skrifa æviminningar sínar. Stefnt er að því að fyrsta bindið komi út í næsta mánuði.
Í bókinni verður einkum fjallað um hvernig nokkur hundruð mönnum undir stjórn Kastró tókst að sigra kúbanska herinn árið 1958.
Kastró er 83 ára gamall og segir að hann hafi unnið að æviminningum sínum síðan hann veiktist árið 2006, en í kjölfarið afhenti hann Raul bróður sínum völdin í landinu.