Rússar í einkavæðingu

Turnar Kremlar endurspeglast í skilti olíufélagsins Rosneft í Moskvu.
Turnar Kremlar endurspeglast í skilti olíufélagsins Rosneft í Moskvu. AP

Rúss­neska ríkið hyggst afla um einn­ar bill­jón­ar rúblna, nær 3.700 millj­arða króna með því að selja hluta í ell­efu rík­is­rekn­um fyr­ir­tækj­um. Fyr­ir­tæk­in voru þegar að hluta í einka­eigu og stækk­ar hlut­ur einkaaðila eft­ir söl­una. Ekki er þó um al­gjöra einka­væðingu fyr­ir­tækj­anna að ræða held­ur eru ein­ung­is um sölu minni­hluta að ræða og Rúss­land mun áfram eiga þar ráðandi hlut.

Meðal ann­ars verða seld­ir hlut­ar í Sber­bank og rík­is­bank­an­um VTB. Einnig í raf­orku­fram­leiðand­an­um Rus­hydro og olíu­fyr­ir­tæk­inu Ros­neft. Rík­isjárn­braut­irn­ar RZhD verða þó áfram í einka­eigu rík­is­ins.

Sam­kvæmt frétt BBC eru þetta mestu einka­væðingaráform Rússa frá ár­inu 1990 og liður í að reyna að koma bönd­um á fjár­laga­halla rík­is­ins sem blés upp í kjöl­far al­heim­fjár­málakrís­unn­ar. Var haft eft­ir Vla­dimir Pútín, for­sæt­is­ráðherra Rúss­lands í dag að fjár­laga­hall­inn í ár væri lík­leg­ur til að hald­ast yfir 5% af vergri lands­fram­leiðslu. VLF Rússa féll um 7,9% á síðasta ári eft­ir margra ára hag­vöxt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert