Hitamet féll í Moskvu í dag

Hitamet, sem sett var í Moskvu í byrjun vikunnar, 37,2°C, stóð ekki lengi því í dag komst hitinn upp í 38,2°C. Hefur aldrei mælst meiri  hiti í höfuðborg Rússlands frá því skipulegar mælingar hófust fyrir 150 árum.

Segja má að hitabylgja hafi skollið á Moskvu í byrjun júlí og virðist lítið lát vera á henni. Áður en hitametin féllu í vikunni hafði orðið heitast í borginni í júlí árið 1920, 36,8°C. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert