Ferðamaður á Svalbarða skaut og drap ísbjörn, sem hafði ruðst inn í tjald og dregið annan mann út.
Tveir Norðmenn á þrítugsaldri voru í róðrarferð og höfðu slegið upp tjaldi á norðurhluta eyjaklasans. Að sögn yfirvalda á Svalbarða kom ísbjörninn inn í tjald þeirra og dró annan manninn með sér um 40 metra vegalengd áður en hinn maðurinn skaut björninn.
Maðurinn sem björninn réðist á var fluttur með þyrlu á sjúkrahús.