Erfiðleikar hjá 49 ára forseta

Barack Obamaer 49 ára í dag.
Barack Obamaer 49 ára í dag. JIM YOUNG

Barack Obama forseti Bandaríkjanna er 49 ára í dag. Stuðningsmenn forsetans um land allt ætla að halda upp á daginn. Obama á hins vegar við margvísleg vandamál að stríða og vinsældir hans hafa dalað.

Þegar Obama tók við embætti forseta fyrir 18 mánuðum síðan voru 2/3 Bandaríkjamanna ánægð með forsetann. Nú lýsa innan við helmingur kjósenda sig ánægð með störf hans.

Joe Sestak sem berst fyrir kjöri í öldungadeild fyrir Pennsylvaníu-fylki sagði í samtali við BBC að hann vildi frekar fá Michelle Obama, konu forsetans, í heimsókn en forsetann sjálfan. Kosningarnar fara fram í nóvember og óttast demókratar að útkoma frambjóðenda flokksins verði ekki góð.

Þrennt hefur valdið Obama mestum erfiðleikum. Miklir erfiðleikar hafa verið í efnahagslífi Bandaríkjanna og þó að flestir geri sér grein fyrir að erfiðleikarnir séu ekki forsetanum að kenna þá ætlast Bandaríkjamenn til þess að hann komi hlutunum í lag. Efnahagsbatinn hefur verið hægur og atvinnuleysið er mikið. Það mældist 9,5% í síðasta mánuði og talið er að það sé heldur að aukast en að minnka.

Olíuleikinn á Mexíkóflóa hefur líka haft áhrif á vinsældir Obama. Hann hefur verið duglegur við að heimsækja svæðin sem hafa orðið verst úti og verið harðorður í garð BP. Margir Bandaríkjamenn skilja ekki að það skuli hafa tekið þrjá mánuði að skrúfa fyrir lekann og óánægjan með þetta bitnar á forsetanum.

Vísbendingar eru einnig um að stríðið í Afganistan sé farið að hafa neikvæð áhrif á vinsældir Obama. Fjöldi hermanna sem hefur fallið hefur verið að hækka og fréttir berast af því að stríðið gangi verr en haldið hefur  fram.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert