Carol Browner, ráðgjafi Barack Obama í orkumálum, segir að um 75% olíunnar sem lak úr olíuborholu í Mexíkóflóa hafi verið hreinsaður, brotnað niður eða brunnið. Vinnu við að loka endanlega fyrir borholuna gengur vel.
Fljótlega eftir að olíuborpallur BP á Mexíkóflóa sprakk í loft upp var hafinn undirbúningur að því að bora holur við hlið borholunnar sem lak. Tekið hefur þrjá mánuði að bora niður í olíulindina. Í gær hófust menn handa við að dæla leðju niður í aðra af þessum holum. Þetta er gert í þeim tilgangi að stöðva olíulekann úr holunni. Þegar þetta hefur tekist er síðan steypt upp í holuna og þar með er búið að loka endanlega fyrir allan leka úr holunni.
Talsmaður BP segir að vinna við að dæla leðju niður í holuna gangi vel og leðjan haldi núna aftur af olíunni.