Reynt að myrða forseta Írans

Reynt var að myrða Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans í morgun. Fjölmiðlar í landinu segja að sprengja hafi sprungið í borginni Hamedan þar sem forsetinn ætlaði að halda ræðu. Forsetinn er sagður ómeiddur og flutti hann ræðuna eins og hann hafði ætlað.

Ahmadinejad var í um 100 metra fjarlægð frá staðnum þar sem sprengingin varð. Að sögn fjölmiðla í Íran særðust margir í sprengingunni, en hún mun hafa sprungið við bíl sem í voru nokkrir fréttamenn. Ræðu forsetans var sjónvarpað, en hann minntist ekkert á atvikið í ræðunni.


Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert