Telur bannið mismuna fólki

00:00
00:00

Banda­rísk­ur al­rík­is­dóm­ari sneri við í dag banni Kali­forn­íu­rík­is við hjóna­bandi tveggja af sama kyni. Talið er að ákvörðunin geti haft áhrif í þessu viðkvæma deilu­máli um öll Banda­rík­in.

Vaug­hn Wal­ker dóm­ari gaf út skrif­legt álit þar sem hann leggst á sveif með þeim sem telja að niðurstaða kosn­inga í nóv­em­ber 2008 um til­lögu 8, þar sem það var fellt að leyfa homm­um að gift­ast og lesb­í­um að kvæn­ast, hafi mis­munað fólki og því brotið í bága við stjórn­ar­skrá Banda­ríkj­anna.

And­stæðing­ar vígslna fólks af sama kyni í hjóna­band höfðu boðað að þeir myndu áfrýja dóm­in­um ef hann yrði þeim í óhag.

Ásdís Ásgeirs­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert