Bandarískur alríkisdómari sneri við í dag banni Kaliforníuríkis við hjónabandi tveggja af sama kyni. Talið er að ákvörðunin geti haft áhrif í þessu viðkvæma deilumáli um öll Bandaríkin.
Vaughn Walker dómari gaf út skriflegt álit þar sem hann leggst á sveif með þeim sem telja að niðurstaða kosninga í nóvember 2008 um tillögu 8, þar sem það var fellt að leyfa hommum að giftast og lesbíum að kvænast, hafi mismunað fólki og því brotið í bága við stjórnarskrá Bandaríkjanna.
Andstæðingar vígslna fólks af sama kyni í hjónaband höfðu boðað að þeir myndu áfrýja dóminum ef hann yrði þeim í óhag.