Varar Líbani við frekari ófriði

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, varaði í dag Líbani við frekari …
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, varaði í dag Líbani við frekari ögrunum og ófriði við landamæri ríkjanna. Þar féllu fjórir í gær, einn Ísraeli og þrír Líbanir. Reuters

Benjam­in Net­anya­hu, for­sæt­is­ráðherra Ísra­el, varaði Líb­ani við í dag og sagði að Ísra­el­ar myndu bregðast mjög hart við frek­ari ófriði og ögr­un­um við sam­eig­in­leg landa­mæri ríkj­anna.

Viðvör­un Net­hanya­hu, sem setti rík­is­stjórn Líb­anon á bekk með Ham­as-liðum Palestínu­manna, kom á sama tíma og hernaðarfull­trú­ar Ísra­els, Sam­einuðu þjóðanna og Líb­anon unnu að því á bakvið tjöld­in að kæfa eld­ana.

„Ég vil gera Ham­as það ljóst og líka rík­is­stjórn Líb­anon sem við telj­um bera ábyrgð á of­beld­is­full­um ögr­un­um í garð her­manna okk­ar að þeir ættu ekki að láta reyna á ein­beitt­an ásetn­ing okk­ar að verja ísra­elska borg­ara og her­menn,“ sagði Net­anya­hu.

Banda­rík­in hafa tekið und­ir þá staðhæf­ingu Ísra­els­manna að herlið þeirra hafi verið í reglu­bundnu eft­ir­liti sín meg­in landa­mær­anna í gær þegar líb­ansk­ir her­menn réðust óvænt á þá.

Átök­in í gær voru þau mann­skæðustu við landa­mæri Líb­anon og Ísra­els í fjög­ur ár. Fjór­ir létu lífið, ísra­elsk­ur of­ursti, tveir óbreytt­ir líb­ansk­ir her­menn og líb­ansk­ur blaðamaður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert