Foreldrar nasistabarna sviptir forræði

Campbell hjónin bandarísku sóttu innblástur til nasista þegar þau nefndu …
Campbell hjónin bandarísku sóttu innblástur til nasista þegar þau nefndu börnin sín.

Bandarísk hjón sem létu nasistaþema ráða nafngift barnanna sinna þriggja misstu í dag forræði yfir börnunum, samkvæmt dómi sem féll í New Jersey í dag.

Áður hafði dómstóll sem úrskurðar í sifjamálum komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri næganlegar vísbendingar um misnotkun af hendi foreldranna, Heath og Deborah Campell. Sú niðurstaða fellur hinsvegar úr gildi með úrskurðinum í dag.

Börnin þeirra þrjú, þau Adolf Hitler Campbell, JoyceLynn Aryan Nation Campell og Honszlynn Himler Jeannie Campell, hafa verið í fóstri síðan í janúar 2009. Hinar óvenjulegu nafngiftir foreldranna vakti fyrsta almenna athygli eftir að stórverslun neitaði að skreyta afmælistertu með nafninu Adolf Hitler Campbell.

Í niðurstöðu dómsins í dag kemur m.a. fram að faðirinn, sem er 37 ára, hafi aldrei haldist í vinnu vegna andlegra og líkamlegra vandamála auk þess sem hann sé ólæs. Móðirin, 27 ára, eigi einnig við andleg vandamál að stríða. Félagsfræðingar hafi sýnt fram á að börnunum væri betur borgið annars staðar en í umsjá foreldra sinna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert