Fórnarlömb minnast Hiroshima

Eftirlifendur kjarnorkusprengjunnar í Hiroshima minntust þess í dag að 65 ár eru liðin síðan borgin var lögð í rúst og 140.000 íbúar hennar drepnir.  Í dag hefur Hiroshima byggst upp á nýjan leik sem blómleg borg, en skuggi harmleiksins vofir enn yfir henni og berjast íbúar hennar og fórnarlömb slyssins ötullega fyrir friði og kjarnorkuvopnalausri framtíð.

Mikil áhersla er lögð á að halda minningunni um sprenginguna og hörmulegar afleiðingar hennar á lífi í Hiroshima, í þeirri von að hún endurtaki sig aldrei. Stephen Leeper, framkvæmdastjóri Friðarstofnunnar Hiroshima segir að notkun kjarnorkusprengjunnar hafi án nokkurs vafa verið stríðsglæpur, en tilgangurinn sé ekki að ásaka Bandaríkjamenn eða ríkisstjórn þeirra, heldur að koma í veg fyrir að kjarnorkuvopn verði notuð aftur.

Minningarathöfn verður haldin í Friðargarðinum í Hiroshima á morgun þar sem m.a. Ban Ki Moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna mun sækja. Í heimsókn sinni til Nagasaki í dag, borgarinnar sem varð fyrir kjarnorkuárás þremur dögum síðar, kallaði Moon eftir því að kjarnorkuvopnum yrði útrýmt í heiminum.

Auk þess mun sendiherra Bandaríkjanna í Japan, John Roos, verða viðstaddur athöfnina en það er í fyrsta skipti síðan sprengjunni sem varpað fyrir 65 árum sem Bandaríkjamenn senda fulltrúa sinn til að vera viðstaddur minningarathöfnina. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert