Krefja WikiLeaks um leyniskjöl

Julian Assange.
Julian Assange. Reuters

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, Pentagon, krefst þess að forsvarsmenn WikiLeaks  skili hernaðargögnum sem lekið var á vef WikiLeaks strax. Á vef Washington Times kemur fram að Bandaríkjaher hafi bannað starfsfólki hersins að fara inn á WikiLeaks vefinn en í síðasta mánuði birti WikiLeaks yfir sjötíu þúsund leyniskjöl um stríðið í Afganistan.

Á vef ABC sjónvarpsstöðvarinnar kemur fram að WikiLeaks hefur birt dulkóðað skjal á vef sínum með hefur valdið bollaleggingum meðal bloggara um hvort aðstandendur vefjarins séu að undirbúa birtingu skjala sem eru enn leynilegri heldur þau sem þegar hafa verið birt á vefnum. Skjalið umrædda er tuttugu sinnum stærra heldur en skjalabunkinn með leynilegu hernaðarupplýsingunum um Afganistan.

Aðstandendur WikiLeaks neituðu í dag að tjá sig um skjalið dulkóðaða sem er 1,4 gígabæt að stærð.

Julian Assange, talsmaður WikiLeaks, á að hafa sagt í bandaríska fréttaþættinum Democracy Now! að það væri betra að tjá sig ekki um skjalið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert