Mestu skógareldar í sögu Rússlands

Barist við skógarelda
Barist við skógarelda AP

Gróðureldarnir sem Rússar berjast við að ná tökum á eru nú sagðir þeir mestu í sögu landsins og er eyðileggingin gríðarleg. Að minnsta kosti 50 manns hafa látist og í dag hóf varnarmálaráðuneyti landsins að flytja sprengjubúnað burt frá svæðum rússneska hersins í  grennd við höfuðborgina af ótta við eldana.

Gróðureldarnir kviknuðu í kjölfar mestu hitabylgju sem gengið hefur yfir Rússland í áratugi. Vegna hamfaranna hefur Vladimir Putin forsætisráðherra bannað útflutning á korni frá landinu til áramóta enda hafa yfir 10 milljón hektarar af ræktarlandi eyðilagst.

 Björgunarsveitir róa nú að því öllum árum að koma í veg fyrir að eldarnir nái inn á landsvæðin í vesturhluta Rússlands þar sem jarðvegurinn er enn mengaður eftir kjarnorkuslysið í Tsjernóbyl 1986. Óttast er að geislavirkar agnir gætu breiðst út með reiknum og mengað stór svæði nái eldurinn þangað. Hitabylgjunni virðist heldur ekki ætla að linna og fór hitinn enn á ný upp í 40°C í Moskvu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert