Læknarnir sem myrtir voru í Afganistan gerðu sér vel grein fyrir þeirri hættu sem fylgdi því að starfa í landinu. Fimm karla og þrjár konur sem störfuðu sem læknar í landinu voru teknir af lífi af talibönum skammt frá landamærunum við Pakistan.
Meðal hinna föllnu er breskur læknir Karen Woo. Samstarfsmenn Í Bretlandi segja að hún hafi gert sér grein fyrir þeirri hættu sem fylgdi því að fara til Afganistan. Hún hafi hins vegar haft einlægan áhuga á að vinna að hjálparstarfi í landinu.
Talibanar gáfu þá skýringu á morðunum að fólkið hefðu verið trúboðar og þeir hefðu verið með biblíur sem þeir voru að dreifa meðal landsmanna. Morðin hafa vakið óhug um allan heim, en fólkið virðist hafa verið myrt eitt af öðru.
Ekkert lát er á ofbeldinu í Afganistan. Fjöldi hermanna sem fallið hefur í landinu hefur sjaldan verið hærri.