Fjölkvænismaður kærður fyrir nauðgun

Múslímakonur í búrkum
Múslímakonur í búrkum TOUSSAINT KLUITERS

Franskur múslími sem fyrir stuttu var ákærður fyrir fjölkvæni hefur nú einnig verið kærður fyrir „grófar nauðganir" að sögn saksóknara í Frakklandi. Maðurinn, Lies Hebbadj, er af alsírsku bergi brotinn en rekur verslun í borginni Nantes.

Hann var handtekinn á föstudag eftir að fyrrum sambýliskona hans sakaði hann um nauðgun og ofbeldi gegn sér. Hebbadj vakti fyrsta athygli franskra yfirvalda í apríl þegar eiginkona hans neitaði að greiða sekt hjá lögreglu fyrir að hylja andlit sitt íslamskri slæðu á meðan hún keyrði bíl. Tímasetningin var viðkvæm því á sama tíma var ríkisstjórn Nicolas Sarkozy að undirbúa lög um bann við því að hyljast slæðum á almannafæri. Lögreglan sagði að slæðan hefði skert sjónsvið bílstjórans verulega svo hætta stafaði af.

Málið komst í hámæli þegar Hebbadj var í kjölfarið kærður fyrir að svíkja út bætur og fyrir fjölkvæni. Innanríkisráðherra Frakklands, Brice Hortefeux, hótaði þá að svipta hann frönskum ríkisborgararétti. Í síðustu viku kynntu Sarkozy og Hortefeux áætlanir sínar um að gera sviptingu ríkisborgararéttar að vísri refsingu fyrir ýmsa alvarlega glæpi sem framdir væru af aðfluttum borgurum, s.s. fyrir árásir á lögreglumenn. Nauðgun var ekki nefnd sem glæpur sem útheimti slíka refsingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert