Vonir hafa vaknað um að einhverjir þeirra 1.300 sem enn eru grafnir undir rústum eftir aurskriður í Gansua-héraði í norðvesturhluta Kína séu enn á lífi eftir að eldri kona fannst á lífi í morgun, 34 tímum eftir að aurskriða lagði heimili hennar í rúst. Konan, sem er 74 ára að aldri, var flutt á brott á sjúkrabörum, en ekki er vitað um líðan hennar.
Að minnsta kosti þrjú þorp jöfnuðust við jörðu í héraðinu eftir að aurskriður féllu í kjölfar mikilla vatnavaxta um helgina.
Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, heimsótta hamfarasvæðið í gær og í dag. Hann hvatti þúsundir björgunarmanna til þess að gera enn betur til þess að auka líkur á að fleiri finnist á lífi. Birtar voru myndir af Wen í kínverskum ríkisfjölmiðlum þar sem hann faðmar íbúa á flóðasvæðunum og hvetur björgunarmenn til dáða.