Leitarmenn á Grænlandi fundu lík

Norðmennirnir þrír, þeir Jonas Reiestad, Magnar Haar og Tormod Aniksdal …
Norðmennirnir þrír, þeir Jonas Reiestad, Magnar Haar og Tormod Aniksdal eru allir vanir útivistarmenn.

Nú undir kvöld fannst lík á svæðinu þar sem þriggja norskra veiðimanna er leitað, í Paradísardal á Grænlandi. Líkið fannst í á og ekki hefur enn tekist að bera kennsl á það en að því er fram kemur á vef Aftenposten bendir flest til þess að um sé að ræða einn Norðmannanna.

Í sömu á fannst í dag bakpoki eins mannanna og bakpokar hinna  tveggja fundust á árbakkanum. Aftenposten hefur eftir sambýliskonu eins mannanna að nú séu fjölskyldurnar orðnar verulega áhyggjufullar og telji víst að eitthvað alvarlegt hafi komið fyrir. Vonir voru bundnar við að þeir hefðu aðeins villst af leið og væru heilir á húfi.

Mannanna hefur verið leitað í tæpan sólarhring, en þeir fóru til Grænlands til að veiða lax í friðlandinu í Paradísardal. Mennirnir voru vel búnir útivistabúnaði en höfðu hinsvegar hvorki gervihnattasíma né staðsetningartæki með sér og þeir voru einnig óvopnaðir. Ekkert hefur heyrst til mannanna síðan á laugardag fyrir viku og engir aðrir ferðamenn á svæðinu hafa orðið varir við ferðir þeirra. Veður hefur verið gott á svæðinu.

Leit verður haldið áfram úr lofti þar til dimmir.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert