Leit er hafin að 14 kajakræðurum, sem lentu í óveðri á austurströnd Grænlands. Alls var 20 manna hópur á þessum slóðum þegar óveðrið skall á en sex úr hópnum fundust á eyju við ströndina.
Danska eftirlitsskipið Ejnar Mikkelsen, sem er statt við Tasiilaq, er á leiðinni á svæðið til að taka þátt í leitinni, að því er kemur fram á vef Politiken í Danmörku.