Drengur að nafni Hitler

Hjón í New Jersey í Bandaríkjunum misstu nýlega forræði yfir börnunum sínum sem þau kusu að gefa nöfn sem innblásin eru af stjórnartíð Nasista. Forræðið misstu þau vegna ofbeldis og vanrækslu gegn börnunum. 

Adolf Hitler Campbell er nú 4. ára gamall og á tvær litlar systur, þær Joyce Lynn Aryan Nation Campbell sem er 3. ára og Honszlynn Hinler Jeannie Campbell, 2. ára. Heimilisaðstæður systkinanna hafa verið til skoðunar af félagsmálayfirvöldum í New Jersey frá árinu 2008, þegar mál þeirra vakti fyrst athygli yfirvalda og almennings um leið. 

Yfirvöld fullyrða þó að það hafi ekki verið óvenjulegt nafnaval foreldranna, sem þó hefur vakið mikla hneykslan, heldur grunur um heimilisofbeldi og vanrækslu sem varð til þess að börnin voru tekin af foreldrunum og þeim fundið fósturheimili. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert