Engin yfirvofandi hætta af ísjakanum

Frá Grænlandsjökli.
Frá Grænlandsjökli. BOB STRONG

Engin yfirvofandi hætta stafar af risaísjakanum sem klofnaði frá Grænlandsjökli í síðustu viku og er stærsti ísjaki sem vitað er til að rekið hafi um höfin í 50 ár. Kanadískir vísindamenn telja að jakinn muni reka um Atlantshafið í allt að 2 ár áður en hættu stafar af honum.

Ísjakinn er um 30 kílómetra langur og 10 kílómetra breiður. Vísindamenn segja ólíklegt að jakinn ógni olíuborpöllum eða skipaleiðum, líklegra sé að hann muni brotna niður í smærri hluta áður en til þess gæti komið auk þess sem skip í dag séu flest búin gervihnattabúnaði sem vari við hafís.  Þá gæti jakinn gæti allt eins skorðast af í þröngu sundi eða rekið á land, en líklegt er talið að hann nái ströndum Kanada innan næstu tveggja ára við Nýfundnaland eða Labrador.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert