Enn ekkert spurst til kajakræðara á Grænlandi

Kajakræðari á sjó.
Kajakræðari á sjó. Brynjar Gauti

Enn hef­ur ekk­ert spurst til kaj­akræðaranna fjór­tán, sem týnd­ir eru við aust­ur­strönd Græn­lands, að sögn lög­regl­unn­ar í Scor­es­bysundi, eða Illoqqortoormiit eins og það heit­ir á frum­mál­inu. Lýst var eft­ir fólk­inu í gær, eft­ir að það hafði lent í miklu óveðri sem skall á aust­ur­strönd­inni.

Komið hef­ur í ljós að ferðafólkið hafði ekki gert nein­ar ráðstaf­an­ir til þess að láta vita af sér reglu­lega. „Það þýðir í raun að við get­um ekki form­lega sagt sem svo að kaj­akræðaranna sé saknað,” seg­ir Peter Holst-And­er­sen, sem stjórn­ar leit­ar­skip­inu Ejn­ar Mikk­el­sen. Skipið sigl­ir nú í átt til Rauðafjarðar þar sem helst er talið að fólkið haf­ist við.

Ekki er enn ljóst hverr­ar þjóðar allt fólkið er sem leitað er að.

„Þögn fjór­tán­menn­ing­anna gæti allt eins þýtt að þeim heils­ist vel og að þau hafi ekki hug­mynd um að við erum að leita að þeim. Kannski vita þau ekki einu sinni að það var óveður á svæðinu. Það vit­um við ekki,” seg­ir Holst-And­er­sen.

„Þar til við fáum nýj­ar upp­lýs­ing­ar höld­um við okk­ur við þessa áætl­un og stefn­um á að vera í Rauðafirði á fimmtu­dag um klukk­an 10.30,” bæt­ir hann við. „Þegar við kom­um að Scor­es­bysundi reikn­um við með að fá ein­hverj­ar frétt­ir og von­um að þá verði allt búið að skýr­ast og að fólkið verði búið að láta vita af sér.”

Talið er að um 26 ræðarar hafi verið í Scor­es­bysundi þegar óveðrið skall á. Sex Þjóðverj­um var meðal ann­ars flogið til Íslands og svo áleiðis heim til sín, eft­ir að þeir fund­ust nokkuð kald­ir og hrakt­ir eft­ir óveðrið og höfðu tapað út­búnaði sín­um.

Sex aðrir hafa sett sig í sam­band við lög­regl­una í Illoqqortoormiit, en ekk­ert hef­ur spurst til þess­ara fjór­tán.

„Við höld­um ótrauð í Rauðafjörð en í dag von­umst við til að fá leit­arþyrlu og Chal­lenger-vél í loftið. Ef það skil­ar eng­um ár­angri og við heyr­um ekk­ert frá fólk­inu, sigl­um við inn í fjörðinn, en þar er mjög erfitt að leita að fólki af skip­inu,” seg­ir Holst-And­er­sen við blaðamann politiken.dk.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert