Jörð skalf í Íran

Frá Íran.
Frá Íran. HO

Jarðskjálfti varð í norðausturhluta Íran í dag. Skjálftinn mældist 5 stig en engar fregnir hafa heyrst af tjóni eða slysum. Skjálftinn var greinilegastur í Raz í héraðinu Khorsan, samkvæmt upplýsingum frá jarðvísindadeild hásólans í Tehran.

Síðustu vikur hefur fjöldi skjálfta af svipaðri stærð mælst í Íran. Landið er staðsett á tíðu skjálftasvæði og þar hafa í sögunni orðið margir mannskæðir jarðskjálftar. Versti skjálftinn á síðari tímum mældist 6,3 stig og reið yfir borgina Bam í desember 2003 með þeim afleiðingum að 31.000 manns létust, eða fjórðungur íbúa þar, og elsti og sögulegasti hluti borgarinnar hrundi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert