Fimmtán kajakræðarar, sem óttast var um á austurströnd Grænlands, eru fundnir og ekkert amar að þeim. Óveður gekk yfir svæðið á mánudag þar sem ræðararnir voru, og þegar ekki náðist samband við þá var byrjað að undirbúa leit.
Fram kemur á vef danska blaðsins Ekstra Bladet, að sést hafi til ræðaranna 15 úr grænlenskri björgunarþyrlu. Hefur blaðið eftir lögreglustjóranum í Skoresbysund, að hann hafi talað við flugstjóra þyrlunnar og fengið þetta staðfest.
Alls voru 36 ræðarar í fjórum hópum í firðinum þegar skyndilegt óveður gerði á mánudag. Einum hópnum, sex Þjóðverjum, var bjargað um borð í vélbát grænnenskra veiðimanna, einn hópurinn lét vita af sér en ekkert samband náðist við tvo hópa eftir að veðrinu slotaði.