Slóvakar neita að lána Grikkjum

Slóvakar setja fram ýmsar kröfur til Evrópusambandsins.
Slóvakar setja fram ýmsar kröfur til Evrópusambandsins. FRANCOIS LENOIR

Landsþing Slóvakíu hafnaði í dag þátttöku í næstu greiðslu á sameiginlegu láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins til Grikklands. Lánið á að koma í veg fyrir að Grikkir greiði ekki skuldir sínar.

Ný ríkisstjórn, sem er hægra megin við miðju, hefur tekið við í Slóvakíu og samþykkti hún með 79 atkvæðum af 150 að landið skyldi ekki taka á sig hlut í 110 milljarða evru lánapakka til Grikklands í þetta skiptið. Hlutur Slóvakíu ætti að nema um 800 milljónum evra og hafði fyrrverandi ríkisstjórn vinstrimanna áður samþykkt lánið.

Allt í allt leggur Slóvakía til um 4,4 milljarða evra í björgunarpakka ESB til Grikklands en slóvakíska ríkisstjórnin segir nú að hún muni aðeins styðja greiðslur lánsins að því skyldu að ESB „styrki verulega samninginn um stöðugleika og vöxt og framkvæmd hans". Þá kallar Slóvakía eftir „skýrum verklagsreglum um hvernig meðhöndla á lönd, sem fylgja staðfastlega óábyrgri fjármálastjórn, þegar þau greiða ekki skuldir sínar".

Enn fremur vill Slóvakía að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Seðlabanki Evrópu setji fram óhrekjanlega sönnun þess að hvert það land, sem leiti aðstoðar, hafi gert allt sitt besta til að tryggja stöðugleika á fjármálamörkuðum," að sögn fjármálaráðherrans Ivan Miklos.

Slóvakía er yngsti meðlimur á evrusvæðinu, en það tók upp evruna í fyrra 5 árum eftir að það gekk í ESB.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert