Eldar geisa í Portúgal

Gróðureldar geisa nú í Portúgal og berjast 1500 manns við 30 elda í norðurhluta landsins. Sterkur vindur gerir fólkinu erfiðara fyrir, sem reynir í örvæntingu að bjarga landareignum sínum og uppskeru.

Eldarnir hafa logað í rúma viku og eru 45 þúsund ekrur sviðin jörð. Í Guarda berjast bændur sjálfir við eldana og reyna að bjarga uppskeru en Reuters fréttastofan hefur eftir þeim að slökkvilið hafi enn ekki mætt á svæðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert