Jarðskjálfti upp á 7,2 stig í Kyrrahafi

Jarðskjálfti upp á 7,2 stig reið yfir Marina eyjaklasann í Kyrrahafi, í 350 km fjarlægð frá Gvam.  Upptök skjálftans voru á einungis 4,7 km dýpi en þrátt fyrir það hefur ekki verið gefin út flóðaviðvörun. Skjálftinn reið yfir klukkan 21:19 að íslenskum, 7:19 að staðartíma.

Almannavarnir á Marina eyjaklasanum, sem liggur milli Hawaii og Filippseyja, segja að ekki hafi verið tilkynnt um tjón vegna skjálftans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert