Rúmenía lyftir sér upp úr kreppunni

Formúlubíll þeysir framhjá forsetahöllinni í Búkarest í Rúmeníu. Hraðinn í …
Formúlubíll þeysir framhjá forsetahöllinni í Búkarest í Rúmeníu. Hraðinn í hagkerfinu þar er líka að aukast á nýjan leik.

Rúmenía er komin út úr kreppunni. Á öðrum fjórðungi þessa árs var 0,3% hagvöxtur, samkvæmt bráðabirgðatölum frá hagstofunni þar í landi, sem birtar voru í dag.

Þar áður hefur verið samdráttur sex ársfjórðunga í röð í landinu, sem hefur farið einna verst allra Evrópusambandsríkja út úr kreppunni. Meðal annars þurfti Rúmenía að fá 20 milljarða evra aðstoðarlán frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Stjórnvöld í Rúmeníu spá engu að síður 1,9% samdrætti í landinu á öllu árinu 2010, þótt ástandið skáni á seinni hluta ársins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert