Þvílíkur koss

Myndin fræga eftir Alfred Eisenstaedt
Myndin fræga eftir Alfred Eisenstaedt

Einn frægasti koss allra tíma, koss sem hjúkrunarkonan Edith Shanin fékk frá ungum sjóliða á Times Square í New York, þann 14. ágúst 1945, var endurtekinn á torginu í kvöld. 65 ár eru liðin frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar er  Showa Japanskeisari ávarpaði þjóð sína og tilkynnti skilyrðislausa uppgjöf Japana.

Gerðist þetta nokkrum dögum eftir að Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjum á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki.

Tóku hundruð para þátt í viðburðinum á Times Square í kvöld og margir voru klæddir að hætti sjóliðans óþekkta fyrir 65 árum. Það kannast eflaust flestir sem komnir eru til vits og ára við myndina sem ljósmyndarinn Alfred Eisenstaedt tók af kossinum en tilefnið var fögnuður við lok seinni heimstyrjaldarinnar. Hann tók myndina eins og áður sagði 14. ágúst 1945. Hún birtist síðan í Life tímaritinu viku síðar en tímaritið var tileinkað stríðslokum þá vikuna og nefndist umfjöllunin Sigur (Victory).

Var stórri mynd af kossinum fræga komið fyrir um helgina á torginu á horni 44 strætis og Broadway, þar sem myndin var tekin á sínum tíma.

Ljósmyndarinn lést árið 1995 og Edith Shain, lést fyrr á árinu 91 árs að aldri. Fyrir ári síðan var kossinn einnig endurtekinn og var það Shanin sem þá var kysst en sjóliðinn var annar enda ekki vitað hver var með Shanin á myndinni sem birtist í Life tímaritinu 1945.

Kossinn endurtekinn
Kossinn endurtekinn Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert