Tóku eignir kaupsýslumanns eignarnámi

Reuters

Ítalska lögreglan tók í dag eignarnámi 800 milljónir evra, 123 milljarða króna, sem voru í eigu kaupsýslumanns sem tengist mafíunni á Sikiley. Var þetta gert í kjölfar handtöku kaupsýslumannsins, Michele Aiello, 56 ára, sem var einn efnaðasti maður Sikileyjar.

Hann hefur nú verið dæmdur í 15,5 ára fangelsi fyrir tengsl við mafíuna, fjársvik og spillingu. Aiello var áberandi í fasteignaviðskiptum og heilsugæslu og var tengdur mafíuhring Bernardo Provenzano.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að hann hafi notið góðs af einokum þar sem hann studdi dyggilega við leiðtoga glæpasamtaka. Þeir hafi einnig fjárfest umtalsvert í fyrirtækjum Aiello í heilsuþjónustu og fasteignafélögum. 

Meðal annars lagði lögregla hald á 250 milljónir evra sem voru á nokkrum bankareikningum, rannsóknarstofu í veirufræði í Palermo, sex heilsugæslustöðvar, íbúðir og ökutæki svo fátt eitt sé nefnt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert