Sprengjuhótun í helgum bæ í Frakklandi

Hellirinn þar sem Maríulíkneskið er í bænum Lourdes
Hellirinn þar sem Maríulíkneskið er í bænum Lourdes

Flytja þurfti þúsundir á brott í bænum Lourdes í Frakklandi í morgun eftir að lögreglu barst símtal þar sem varað var við því að fjórar sprengjur myndu springa um klukkan þrjú að frönskum tíma, klukkan 13 að íslenskum tíma.

Áttu sprengjurnar að springa á helgistað kaþólikka í borginni en hún er vinsæll áfangastaður kaþólskra pílagríma. Talið er að 30 þúsund pílagrímar séu í borginni um helgina til að fagna brotthvarfi Maríu úr jarðnesku lífi sem á að hafa gerst þann 15. ágúst en um leið komu hennar til himna.

Lourdes er helgur staður í augum kaþólskra en árið 1858 sagði 14 ára gömul stúlka í bænum, Bernadette Soubirous að nafni, að María mey hefði birst sér þennan dag, 15. ágúst. Stúlkan uppgötvaði nokkru síðar lækningamátt lindar í bænum en sú lind hefur aldrei þornað. Gífurlegur fjöldi fólks kemur þangað á hverju ári til þess að leita sér lækninga.

Bætt inn kl. 16:00 - Engin sprengja hefur fundist á svæðinu og var pílagrímum því hleypt að hellinum á ný.

Dómkirkjan í Loundres
Dómkirkjan í Loundres
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert