Ágóði af ævisögu Blairs til góðgerðamála

Tony Blair í Kosovo í sumar.
Tony Blair í Kosovo í sumar. Reuters

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, ætlar að gefa allan ágóða af væntanlegri sjálfsævisögu sinni til stofnunar, sem sér um endurhæfingu breskra hermanna.

Bókin, sem heitir A Journey, mun koma út 1. september. Þar lýsir Blair þeim 13 árum sem hann gegndi embætti forsætisráðherra Bretlands en á þeim tíma tóku Bretar m.a. þátt í innrásum í Írak og Afganistan.  

Búist er við að bókin seljist vel en allur ágóði mun renna til verkefnis, sem er á vegum The Royal British Legion og býður alvarlega særðum hermönnum endurhæfingu. 

Markmiðið er að safna 12 milljónum punda til verkefnisins.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert