Karl og kona voru grýtt til bana í gær í norðuhluta Afganista. Talíbanar sökuðu þau um að hafa átt í ástarsambandi og kváðu upp dauðadóminn, að sögn Mohammad Ayob, landstjóra í Sahip í Kunduz héraði.
„Þau áttu í ástarsambandi,“ sagði Ayob um 23 ára gamla konuna og 28 ára gamlan karlmanninn. „Tveir einstaklingar voru grýttir til bana af Talíbönum í þorpinu Mullah Quli síðdegis í gær,“ sagði hann. Þorpið lýtur stjórn Talíbana.
Abdul Satar, sem býr í Mullah Quli, sagði að um 100 manns, flestir uppreisnarmenn Talíbana, hafi safnast saman í þorpinu síðdegis á sunnudag. Þar var lesin yfirlýsing um að parið hafi játað ástarsambandið. Karlinn var kvæntur annarri konu og konan var trúlofuð.
„Talíbanar dæmdu þau bæði til lífláts með grýtingu. Einhverjir úr hópnum köstuðu í þau grjóti þar til þau voru dáin,“ sagði Satar. Hin dauðadæmdu voru með hendur bundnar aftan við bak og voru neydd til að standa á auðum akri meðan dóminum var fullnægt.