Blagojevich sakfelldur

Fyrrum ríkisstjóri Illinois-fylkis í Bandaríkjunum, Rod Blagojevich, hefur verið sakfelldur fyrir spillingu í embætti.

Kviðdómur í alríkisrétti Chicago sakfelldi Blagojevich fyrir eitt ákæruátriði af 24 en dómarinn felldi niður hin 23 ákæruatriðin vegna formgalla.

Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Blagojevich var sakaður um að hafa notað embættið sjálfum sér til framdráttar, m.a. fyrir að reyna að selja öldungardeildarþingsæti Barack Obama þegar ljóst var að hann ætlaði í forsetaframboð.

Þá var ríkisstjórinn fyrrverandi ákærður um fjársvik um tilraunir til fjárkúgunar.

Við réttarhöldin var notast við hlerunarupptökur frá FBI.

Kviðdómur í Chicago sakfelldi Blagojevich fyrir skömmu
Kviðdómur í Chicago sakfelldi Blagojevich fyrir skömmu Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert