Tveir ellefu ára drengir hafa verið dæmdir í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til nauðgunar á 8 ára stúlku í Englandi.
Brotið átti sér stað í almenningsgarði í vesturhluta London í október í fyrra, þegar drengirnir voru tíu ára.
Þeir voru hreinsaðir af ákæru um nauðgun en dæmdir til að mæta í skráningu kynferðisbrotamanna í tvö og hálft ár.
Þeir neituðu staðfastlega öllum ákæruatriðum og verjandi þeirra sagði fyrir rétti að einungis hefði um leik að ræða, svipað saklausan og læknisleik.
Dómari samþykkti ekki þá samlíkingu en sagðist telja að drengirnir hafi ekki gert sér grein fyrir alvarleika gjörða sinna.
Þá sagði hann að refsing sem fæli í sér einhverskonar varðhald yrði engin betrun fyrir drengina og hefði ekki hag þeirra að leiðarljósi.
Stúlkan bar vitni fyrir réttinum í gegnum vefmyndavél og sagði dómarinn að hún ætti skilið samúð allra fyrir það sem hún hafi þurft að ganga í gegnum.
Dómsmálið hefur vakið hörð viðbrögð og gagnrýni á hvernig breska dómskerfið meðhöndli mál barna.