Bandaríkjaher er reiðubúinn til að ræða beiðni frá Wikileaks um að fá aðstoð við að fjarlægja viðkvæmar upplýsingar í þeim fimmtán þúsund skjölum sem til stendur að birta fljótlega á vefnum. AP fréttastofan hefur þetta eftir stofnanda síðunnar Julian Assange.
Bandarísk stjórnvöld hafa krafist þess að Wikileaks fjarlægi af síðunni tugþúsundir leyniskýrslna um stríðið í Afganistan. Gögnin geti nýst talibönum og þannig stefnt lífi bæði hermanna og óbreyttra borgara í Afganistan í mikla hættu, að þeirra sögn.
Að sögn Assange höfðu yfirmenn í Bandaríkjaher samband við lögmenn sem starfa fyrir Wikileaks en vefurinn vill láta fjarlægja upplýsingar úr skjölunum sem geta skaðað almenna borgara.