Síðasta bardagasveitin farin

Síðasta bardagasveit Bandaríkjamanna sem staðsett var í Írak yfirgaf landið og fór yfir landamærin við Kúveit í morgun, að því er talsmaður bandaríska hersins sagði AFP fréttastofunni.

„Jú, það gerðu þeir, sú síðasta fór yfir (til Kúveit) um klukkan sex í morgun (03.00 að íslenskum tíma),“ sagði Eric Bloom undirforingi og átti þar við herdeild landhersins sem kölluð er „4th Stryker Brigade, 2nd Infantry Division“.

Fréttavefur BBC bendir á að yfirstjórn bandaríska hersins í Pentagon hafi ekki staðfest að flutningur þeirra 40 þúsund hermanna sem tilheyra herdeildinni frá Írak þýði að vígvallaraðgerðum sé lokið. Stefnt er að því að ljúka baráttu Bandaríkjamanna í Írak fyrir 31. ágúst nk.

Þrátt fyrir að vígvallasveitir Bandaríkjamanna hafi nú yfirgefið Írak eru þar enn um 56 þúsund liðsmenn Bandaríkjahers. Þeir eiga að vera áfram í landinu til loka næsta árs og vera írakska hernum til aðstoðar og ráðgjafar. Einnig eiga þeir að verja ýmislegt sem Bandaríkin eiga í landinu.

Nickolas P. Tooliatos, hershöfðingi, heilsar síðustu bardagasveitinni sem fór frá …
Nickolas P. Tooliatos, hershöfðingi, heilsar síðustu bardagasveitinni sem fór frá Írak og inn í Kúveit. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert