Tugir slösuðust í nautaatshring

Um þrjátíu áhorfendur á nautaati í Tafalla á Spáni slösuðust í gærkvöldi þegar naut hljóp út úr nautaatshringnum og inn í áhorfendahópinn. Flestir sem meiddust hlutu skrámur og marbletti en nautið stangaði einn mann í bakið 10 ára gamall drengur hlaut það mikla áverka að hann var fluttur á sjúkrahús.

Spænska sjónvarpið sýndi myndir af atvikinu og sáust skelfingu lostnir áhorfendur, þar á meðal börn, reyna að forðast nautið eftir að það ruddi niður öryggisgirðingu og hljóp upp á áhorfendasvæðið.  Starfsmönnum nautaatsins tókst loks að ráða niðurlögum nautsins eftir um 15 mínútna viðureign. Það var drepið og síðan fjarlægt með kranabíl. 

Ekki var um að ræða hefðbundið nautaat heldur svonefnda   recortadores-keppni þar sem keppendur reyna að forðast nautið en standa samt eins nálægt því og mögulegt er. 

Nautaat á Spáni.
Nautaat á Spáni. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert