Bannað að banna höfuðbúnað

Höfuðbúnaður múslima.
Höfuðbúnaður múslima.

Dómstóll jafnréttismála í Noregi hefur komist að þeirri niðurstöðu, að það brjóti gegn norskum lögum um jafnrétti og trúarbragðafrelsi að banna lögreglukonu að bera höfuðbúnað múslima.

Niðurstaðan, sem er ekki bindandi, er að ekki sé hægt að meina hópi kvenna að starfa við lögreglustörf. Lögreglan eigi að endurspegla norskt samfélag, sem sé fjölmenningarlegt og fjölbreytt, til að viðhalda trausti samfélagsins á stofnuninni.  

Mál þetta hófst á síðasta ári þegar múslimakona vildi ganga í lögregluna en vildi jafnframt bera höfuðslæðu múslima. Norska ríkisstjórnin féllst á ákvörðun lögreglunnar um að leyfa konunni að bera slæðuna við störf sín en snéri þeirri ákvörðun við eftir að hörð viðbrögð urðu í samfélaginu.

Stærsta stéttarfélag lögreglumanna var einnig andvígt því að leyfa höfuðbúnaðinn og sagði að lögreglubúningur ætti að vera hlutlaus. Jafnréttisdómstóllinn tók raunar undir það sjónarmið, að íslömsk skupla muni draga úr hlutleysi lögreglubúningsins. Það sé hins vegar lífil fórn til að tryggja að lögmál jafnréttis og trúfrelsis séu haldin í heiðri. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka